Fjárhagsmál ÍBV íþróttafélags, einkanlega erfið skuldastaða, er mjög til umræðu á spjallvef félagsins. Ljóst er að lítið má útaf bera í fjáröflun félagsins eins og t.d. Þjóðhátíð, ef ekki á illa að fara. Það er því kannski ekki óeðlilegt að stjórn félagsins kanni alla möguleika að rétta fjárhaginn af, bæði í sparnaði og eins í tekjuöflun. Frestun á byggingu knattspyrnuhússins með fjárframlagi frá Vestmannaeyjabæ í staðinn, er ein af þeim leiðum sem ræddar hafa verið. Formaður ÍBV íþróttafélags gerir grein fyrir afstöðu félagsins til þessa máls á spjallsíðunni og með góðfúslegu leyfi hans, er grein hans birt hér á vefnum.