Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að lækka leikskólagjöld um 20% frá og með 1. janúar nk. Þá stendur einnig til að taka upp frístundakort sem þýðir að allir íþróttaiðkendur yngri en 18 ára geta sótt um styrk, sem getur numið allt að 20 þúsund krónum á ári.