Bílaferjan Herjólfur er nú á leið til Eyja og miðar hægt. Skipsstjórinn sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hann reiknaði með að komast til Eyja um klukkan 1.30 í nótt eða um 3 tímum á eftir áætlun. Um borð eru um 25 farþegar og 15 bílar. Vindhraði um 25 til 30 metrar á sekúndu.