Þórarinn Eldjárn og sr. Þórhallur Heimisson lesa upp á Sunnlenska bókakaffinu á fimmtudagskvöld, þann 13. desember kl. 20:30. Þórarinn sem er eitt ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar sendir að þessu sinni frá sér þrjár bækur, ljóðabókina Fjöllin verða að duga og barnabækurnar Gælur, fælur og þvælur og Tíu litlir kenjakrakkar sem báðar eru myndskreyttar af systur hans Sigrúnu. Séra Þórhallur Heimisson frá Skálholti gefur í ár út bókina Orðabók leyndardómanna. Þá munu bóksalar í Sunnlenska bókakaffinu kynna metsölulista bókakaffisins og á kaffibarnum má kaupa rjómapönnukökur og heita drykki.