Ráðinn í menntamálaráðuneytiðSigurður Sigursveinsson, fráfarandi skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, tekur við starfi í Menntamálaráðuneytinu þann 1. febrúar næstkomandi. Þar mun hann vinna að verkefnisstjórn við gerð skólasamninga við einstaka framhaldsskóla.