Enginn miskunn er bók um lífshlaup ævintýramannsins Eyþórs Þórissonar, núverandi veitingamanns á Seyðisfirði. Hann hefur lengst af verið kvensamur og drykkfeldur en komið ótrúlega víða við. Eyþór dvaldi um nokkurra ára skeið í Vestmannaeyjum og setti sinn svip á bæjarlífið. Hann rak hér verslun, stundaði sjóinn og sitthvað fleira. Í bókinni fjallar hann um kynni sín af Eyjafólki og hvernig Eyjarnar komu honum fyrir sjónir. Við grípum niður í stutta sögu af bankaviðskiptum hans og stofnun verslunar.