Rétt uppúr klukkan hálf fjögur í nótt var slökkvilið í Vestmannaeyjum kallað að húsi Fiskiðjunnar, vestuhúsi sem áfast er gamla Ísfélaginu, og var mikill eldur í sal á annarri hæð þegar að var komið. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan rannsakar mannferðir í Fiskiðjunni í nótt.