Maðurinn sem handtekinn var á innbrotsvettvangi í Ísakoti, ofan Búrfellsvirkjunar þann 29. nóvember sl. hefur nú verið ákærður fyrir tíu brot, nytjastuld, þjófnað, húsbrot og hylmingu. Ákæran var þingfest í dag og játaði maðurinn brot sín. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt til 4. janúar nk. en þó ekki lengur en fram að því að dómur gangi í málinu.