Útgerðin sparar 300 milljónir króna með lækkun veiðigjalds á yfirstandandi fiskveiðiári, samkvæmt tillögu meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Nefndin leggur til að veiðigjald á aðrar tegundir en þorsk verði lækkað á sama tíma og veiðigjald á þorsk er fellt niður.