Veðrið sem gengið hefur yfir suður og vesturlandið að undanförnu er helsta umræðuefni landans þessa dagana, enda veðrahamurinn slíkur að fólki stendur ekki á sama. Veðrið getur líka sýnt á sér ljúfari hliðar og verið dásamlegt í allri inni dýrð. Egill Egilsson er naskur á hin ýmsu tilbrigði og þessari einstaklega fallegu mynd náði hann af sólarlaginu í veðurblíðunni í Eyjum í kvöld.