Í gærkvöldi var útskriftarball Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum haldið í Týsheimilinu. Ballið byrjaði vel en þegar leið á fór ástand versnandi og hver slagsmálin ráku annað. Á endanum komust dyraverðir og forsvarsmenn kennara að þeirri niðurstöðu að blása ballið af vegna óláta.