Maðurinn sem hefur verið í gæsluvarðhaldi vegna brunans í Fiskiðjunni var látinn laus í dag. Ekki var krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds en rannsókn málsins heldur áfram. Maðurinn neitar allri sök en hann var handtekinn á föstudagskvöld. Menn frá tæknideild ríkislögreglustjóra rannsökuðu vettvang í dag og sömuleiðis aðilar frá brunamálastofnun.