Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 62,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2007, samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands samanborið við 58,3 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur eða 6,9% milli ára. Aflaverðmæti septembermánaðar var 4,3 milljarðar og lækkar um 1,6 milljarð frá september í fyrra.