Tryggingafélagið Sjóvá hefur yfirtekið húsnæðið þar sem fiskvinnslan Fiskiðjan var áður til húsa og húsið hefur verið kennt við síðan. Húsið brann sem kunnugt er í síðustu viku og er mjög illa farið. Í tilkynningu frá tryggingafélaginu, sem má lesa hér að neðan, eru þeir sem áttu muni í húsinu, beðnir um að fjarlægja þá í dag og á morgun.