Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Kristinn ehf. hafa ákveðið að hafna því að nýta sér kauprétt að eignarhlutum í Vinnslustöðinni hf., sem eru í eigu Stillu ehf. og tengdra félaga í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona.

Gerður var kaupréttarsamningur 24. nóvember en frestur til að nýta kaupréttinn var til kl. 16 í dag.