Bæjarstjórn Árborgar áætlar 60 milljónir króna í uppbyggingu nýs gámasvæðis milli Selfossflugvallar og Eyravegs. Núverandi gámasvæðum sveitarfélagsins verður lokað þegar nýtt svæði verður tilbúið til notkunar. Byrjað verður að vinna að opnun þess á næsta ári.