Í kvöld voru haldnir jólatónleikarnir Hátíð nú er hér en Óskar Sigurðsson hefur yfirumsjón með tónleikunum. Fjölmargir komu fram á tónleikunum, m.a. kaffihúsakórinn en tónleikarnir voru mjög vel sóttir og nánast fullt. Öll umgjörð tónleikanna var glæsileg, flott sviðsmynd og lýsingin í takti við hana og tónlistin toppaði svo allt saman. Þannig að óhætt er að mæla með tónleikunum en þeir verða endurteknir á morgun klukkan 16:00.