Jólin eru gengin í garð í Eyjum, sem annarsstaðar. Aftansöngur hófst í Landakirkju kl. 18.00 og síðan verður hátiðarhelgistund kl. 23.30. Þá er einstaklega fallegt í kirkjugarðinum í dag, þar loga kertaljós við nánast hvert leiði en þar var helgistund eftir hádegið og mikill fjöldi fólks samankomin. Veðrið leikur við hvern sinn fingur og jólastemmningin í algleymingi.