Nýverið var gengið frá samningum um kaup Jötunn Véla á 30% eignarhlut í fyrirtækinu Brörup Maskinhandel á suður Jótlandi í Danmörku. Brörup Maskinhandel er eitt af elstu og best reknu vélasölufyrirtækjum í Danmörku, stofnað árið 1929 og hefur verið rekið með góðum hagnaði í mörg ár. Áætluð velta Brörup Maskinhandel árið 2008 er um 3 milljarðar íslenskra króna.