Á 52 ára afmælisdegi knattspyrnudeildar Umf. Selfoss, þann 15. desember sl., boðaði sögu- og minjanefnd deildarinnar til hátíðarfundar í Tíbrá. Þar voru sýnd brot úr heimildarmynd Matthíasar Sigurgeirssonar um sögu deildarinnar auk þess sem handsalað var samkomulag við Set sem er aðal kostunaraðili myndarinnar.