Tveir leikmenn ÍBV hafa verið valdir til æfinga með U-19 ára landsliði karla í knattspyrnu. Þetta eru þeir Arnór Eyvar Ólafsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson en báðir léku þeir talsvert með ÍBV í sumar þrátt fyrir ungan aldur. Valdir voru tveir hópar og eru leikmennirnir samtals 56. Fyrrverandi þjálfari meistaraflokks ÍBV, Kristinn R. Jónsson er þjálfari U-19 ára landsliðs karla.