Í dag veitti starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum viðtöku þeim gjöfum sem stofnuninni hefur borist á árinu. Fyrir daginn í dag höfðu einstaklingar og félög gefi stofnuninni tæki og tól fyrir tæplega 29 milljónir króna og vó þar þyngst tölvusneiðmyndatæki sem Bjarni Sighvatsson og félagar gáfu í samstarfi við Kvenfélagið Líkn. Bjarni og fjölskylda hans bætti svo um betur í dag og gaf 30 rafdrifin sjúkrarúm en áætlað verðmæti þeirra er um tólf milljónir króna.