Það var mikið fjör í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag þegar Áramótið í knattspyrnu var haldið. Um var að ræða firmakeppni þar sem leikið var á handboltavelli og á handboltavöll. Eitt lið samanstóð eingöngu af ungum knattspyrnukonum og gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu mótið.