Hinn árlegi áramótadansleikur, sem hljómsveitin Dans á Rósum stendur fyrir hefur verið færður úr Höllinni og í Kiwanishúsið. Ekki fékkst leyfi fyrir ballinu í Höllinni en reynt var fram á síðustu stundu og fékkst lokasvar nú rétt fyrir hádegi. Miðaverð á ballið í Kiwanis er aðeins 2000 kr., húsið opnar klukkan tvö eftir miðnætti og stendur dansleikurinn fram eftir nóttu.