Í dag afhenti Lions í Vestmannaeyjum og Hitaveita Suðurnesja viðurkenningu fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna í Vestmannaeyjum. Þetta er í áttunda sinn sem þessi verðlaun eru veitt en best skreytta húsið að þessu sinni er Helgafell, sem stendur í hlíðum samnefnds fjalls. Þá var Bárustígur valin best skreytta gatan.