Lögreglan á Selfossi kærði ökumann um borð í Herjólfi í liðinni viku en maðurinn var að hagræða bifreið sinni í stæði um borð í skipinu. Reyndist maðurinn vera ökuréttindalaus en hann hafði verið sviptur ökuleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þetta í fyrsta skipti sem lögreglan á Selfossi kærir ökumann fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum um borð í skipi.