Um klukkan þrjú í nótt fékk lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um að fólksbíl hafi verið ekið fram af brautarenda flugvellinum í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem bílnum hafi verið ekið eftir brautinni, líklega á mikilli ferð og að ökumanninum hafi ekki tekist að stöðva bílinn í tæka tíð. Því tók hann flugið út af brautinni sem er í 15 til 20 metra hæð. Ökumaður slapp lítið meiddur og má teljast stálheppinn.