Það er ekki víða á landinu sem hægt er að leika golf yfir jólahátíðina en kylfingar í Vestmannaeyjum stefna á heilt golfmót næstkomandi laugardag. Þá verður haldið Þrettándamót í golfi, þó svo að þrettándinn sé ekki fyrr en daginn eftir. Hins vegar hafa Þrettándahátíðarhöldin í Eyjum verið flutt fram á laugardag og golfmótið því líka.