Samkvæmt ársskýrslu Slökkviliðs Vestmannaeyja var liðið kallað 18 sinnum árið 2007. Í tólf tilfellum var liðið kallað út vegna bruna í íbúðarhúsi og í þrígang vegna bruna í iðnaðarhúsum. Þá var slökkviliðið einnig kallað út vegna elda í bílum, gámum og allskonar rusli, eins og segir í skýrslunni. Þá sér slökkviliðið um eldvarnareftirlit og voru skoðuð 17 fyrirtæki og stofnanir og einnig gefnar út um 20 umsagnir fyrir gisti- og veitingastaði.