Herjólfur mun sigla síðari ferð dagsins en fyrri ferð skipsins var frestað í morgun vegna veðurs. Samkvæmt veðurspá á vind að lægja þegar líður á daginn en á hádegi var vindhraði 26 metrar á Stórhöfða. Ölduhæð við Surtsey var rúmir sjö metrar klukkan tíu í morgun.