Eitt megineinkenni uppgangstímabila í Vestmanna­eyjum er samhugur og samstaða. Má þar nefna til marks stofnun Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja 1862, lagningu sæsímastrengs og bæjarlagnar 1911 og rafvæðingu skömmu síðar. Þá er glæsilegur vitnisburður um samtakamáttinn er Eyjamenn ­keyptu einir og sjálfir fyrsta björg­unar og varðskip Íslandinga 1920. Samstarf í bátakaupum og fiskvinnslu einkenndi meginhluta tuttugustu aldar.