Þrjár ungar og efnilegar handknattleiksstúlkur úr ÍBV, þær Vigdís Svavarsdóttir, Kataryna Hlynsdóttir og Rakel Hlynsdóttir, hafa verið kallaðar á æfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands sem fara fram á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Alls voru 56 stúlkur valdar til að taka þátt í æfingunum og þurfa Eyjastúlkurnar því að sýna sitt allra besta strax á fyrstu æfingu enda verður hópurinn strax skorinn niður.