Fyrsta barnið sem kom í heiminn í Vestmannaeyjum árið 2008 lét ekki bíða eftir sér en það kom í heiminn á miðjum fyrsta degi ársins eða klukkan hálf fjögur 1. janúar. Um var að ræða stúlku sem var rúmlega 4 kg og 52 sentímetrar við fæðinguna. Foreldrar stúlkunnar eru þau Barbara Zielenda og Mariusz Przemyslaw Wanecki og hefur stúlkunni verið gefið nafnið Laura Barbara Wanecka.