Félag Eldri borgara í Vestmannaeyjum fagnaði 20 ára afmæli sínu í dag, mánudag með veislu og púttkeppni í aðstöðu sinni í Ísfélagshúsinu. Um eitt hundrað manns mættu í veisluna, aðstaða félagsins fékk upplyftingu á dögunum en Ísfélag Vestmannaeyja gaf málningu svo hægt væri að mála salinn.