Goslokanefnd, sem fer með umsjón Goslokahátíðarinnar, hefur óskað eftir því að bæjarbúar láti jólaljósin loga áfram til 23. janúar næstkomandi. Á þeim degi, fyrir 35 árum hófst eldgos á Heimaey og verður þess minnst með svokallaðri Þakkargjörðarhátíð á þeim degi. Síðar í sumar verður svo hin eiginlega Goslokahátíð.