Nú fyrir stundu var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað að Sorpu þar sem eldur logaði í þremur bílhræjum. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílunum en slökkvistarf gekk vel og tjón lítið, enda bílarnir einungis brotajárn sem beið flutnings frá Eyjum.