Þrjár ungar knattspyrnustúlkur úr ÍBV hafa verið valdar á úrtaksæfingar yngri landsliða Íslands í knattspyrnu. Þórhildur Ólafsdóttir er eini fulltrúi ÍBV í 26 stúlkna hópi U-19 ára landsliðsins en þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Birgitta Ósk Valdimarsdóttir hafa verið valdar í 26 stúlkna hóp U-17 ára landsliðsins. Æfingar beggja liða fara fram um helgina.