Á nýloknum stjórnarfundi Samfylkingarfélags Vestmannaeyja var Guðrún Erlingsdóttir kosin formaður félagsins í stað Björns Elíassonar. Samfylkingarfélag Vestmannaeyja hefur starfsemi árið 2008 með félagsfundi sunnudaginn 13. janúar í Höllinni kl. 18.30 -19.45. Kristján Möller, Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson mæta til skrafs og ráðagerða við félagsmenn. Boðið verður uppá humarsúpu að hætti Gríms kokks.