Þrír brasilískir leikmenn munu koma til ÍBV á reynslu í næstu viku en um er að ræða tvo miðjumenn og einn framherja. ,,Þeir koma hingað á reynslu í næstu viku, við ætlum að skoða þá í mánuð og sjá hvað þeir geta. Síðan kemur í ljós hvort við semjum við einn, tvo, þá alla eða hvernig það verður, sagði Huginn Helgason í knattspyrnuráði ÍBV við Fótbolta.net í dag.”