Eins og flestir vita er nú hlé á Íslandsmótinu í handbolta þar sem íslenska karlalandsliðið tekur þátt í Evrópumótinu í Noregi, sem hefst í næstu viku. Þá sem þyrstir í að horfa á kappleik geta hins vegar svalað þorstanum með því að líta á leik ÍBV og Laugdæla en liðin munu mætast í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag klukkan 14.00.