Það var svo sannarlega dramatík í leik ÍBV og Laugdæla sem fór fram í 2. deildinni í dag en úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengdan leik. Laugdælir voru mun sterkari lengst af, Eyjamenn leiddu reyndar eftir fyrsta leikhluta 20:16 en fyrir síðasta leikhluta höfðu gestirnir 15 stiga forystu. Eyjamenn bitu þá í skjaldarrendur, tryggðu sér framlengingu þar sem liðið hafði að lokum betur 85:79.