Heildaraflinn í nýliðnum desember var 77.295 tonn. Það er rúmlega 5 þúsund tonnum meiri afli en í desember 2006, þá var aflinn 71.919 tonn. Munar þar langmestu um mikla síldveiði. Heildarafli ársins 2007 var 1.398 þúsund tonn sem er 74 þúsund tonnum meiri afli en 2006. Aukning afla milli ára stafar af rúmlega 14 þúsund tonnum meiri síldarafla í ár. Hinsvegar dróst þorskaflinn saman á sama tíma um sjö þúsund lestir.