Talsverður snjór er í Vestmannaeyjum nú í morgunsárið og var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út til aðstoðar fólki sem sat fast í bílum sínum. „Við erum ennþá að kippa í bíla, sérstaklega hérna í efri byggðum þar sem ekki er búið að ryðja. Við vorum kallaðir út um hálf sex í morgun og um sjö var töluvert um það að fólk sæti fast,“ sagði Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins nú fyrir stuttu.