Niðurstaða í rannsóknum lífsýna úr karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu í Vestmannaeyjum í september síðastliðnum bendir eindregið til þess að hann hafi átt þar hlut að máli. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Selfossi.