Í nýsamþykktum fjárlögum er fjármálaráðherra heimilað að selja stóðhestastöðina í Gunnarsholti ásamt landspildum við stöðina og ráðstafa andvirðinu til Hekluskóga og til uppbyggingar á landsmótssvæðinu á Gaddstaðaflötum. Í greinargerð kemur fram að allt að 80 milljónir renni til uppbyggingar á Gaddstaðaflötum með þessu móti en það sem þá verður afgangs til Hekluskóga.
Ráðherrum er ekki heimilt að ráðstafa fasteignum ríkisins án þess að fyrir því sé heimild í fjárlögum og er listi yfir slíkar heimildir í 6. grein fjárlaga.