Þrír stjórnmálaflokkar, stjórnar­flokk­arnir Samfylking og Sjálf­stæðis­flokkur og Frjálslyndir, sem eru í stjórnarandstöðu með Vinstri grænum og Framsókn, héldu fundi hér á fimmtudag, laugardag og sunnu­dag. Víða var komið við og það sem mesta athygli vakti var ný staða í málum Skipalyftunnar, loforð fjármálaráðherra um fjármagn til að ljúka rannsóknum vegna ganga og upplýsingar samgöngu­ráðherra um nýja ferju og hugsan­lega uppstokkun á fyrirkomulagi vegna afsláttareininga sem far­þegum Herjólfs stendur til boða.