Eins og undanfarin ár setja strákarnir í handboltaliði ÍBV af stað Peyjabankann svokallaða þegar stórmót fer fram í handbolta. Evrópumótið hefst einmitt í dag og fyrstu leikirnir fara fram klukkan fimm. Um leið lokar Peyjabankinn og því fer hver að verða síðastur til að skrá sig. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV hefur yfirumsjón með bankanum og hægt er að ná í hann á netfanginu [email protected].