Á fundi bæjarráðs var tekin fyrir ósk starfshóps um eflingu há­skóla- og rannsóknastarfsemi í Vest­mannaeyjum, um að Vestmannaeyjabær gerist stofn­að­ili að Þekkingarsetri Vest­manna­eyja með 300 þúsund kr. stofnframlagi. Bæjarráð samþykkir að gerast stofnaðili að Þekkingarsetri Vest­mannaeyja með 300 þúsund kr. stofnfram­lagi og hvetur aðra framsækna aðila til þátttöku.