Aldrei má það gleymast meðan land byggist það kraftaverk sem varð þá nótt þegar jörðin opnaðist austan við Kirkjubæi og jarðeldar ógnuðu lífi og byggð hér í Eyjum. Þegar röð atvika verður til þessa að allir bjargast þessa ­örlaganótt. Það er bræla allan daginn þann 22. janúar, allur flotinn í höfn, svo lygnir skyndilega um kvöldið þannig að björgunarstarfið gekk langt umfram getu og skipulag, ég þakka það.