Í kvöld klukkan 20 verður viðurkenningahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar haldið í íþróttamiðstöðinni en þar verða veittar viðurkenningar fyrir afrek á árinu 2007. Hvert aðildarfélag innan héraðssambandsins tilnefnir leikmann ársins hjá sér en auk þess verða afhent verðlaunin íþróttamaður æskunnar og svo að sjálfsögðu íþróttamaður ársins.